Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Hin
Sumir geta hvorki elskað né saknað.
Stundum vildi ég vera ein af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Hörputónar
Þú hljómfagra Harpa sem leikur mér lag um lífið.
Ég heyri tóna þína handan við hafið svo hjarta mitt dansar.
Stundum er gott að sakna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Von
Hverfull er hversdagsleikinn.
Hjartað flöktir er þokukennd nótt tekur við af sólríkum degi. Í húminu leitar sálin skýringar og bíður í sæluríkri minningunni eftir dögun í þeirri von að hún vakni til lífsins á ný.
Varðveitist og haldist að eilífu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. júlí 2009
Fjaran
Virtist svo fögur í fjarska að ekkert fékk stoppað okkur.
Yfir girðingar, skurði og gæsaskít létum við vaða hugrakkar með hundinn í fararbroddi.
Náðum takmarki okkar og vel betur því eftir djúpar samræður komumst við að því að ekki er allt sem sýnist og að sjóndeildarhringur hamingjunnar er nákvæmlega þar sem við erum saman staddar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Sælustund
Með tærnar í mjúkum sandinum hlustaði ég á brimið falla að.
Undirmeðvitund mín gætti að glaðværum röddum í fjarska á meðan sálin hvíldist í fullkominni ró víðsfjarri tíma, rúmi og lífsins prjáli.
Ég snéri þó sátt tilbaka eftir stutta stund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. maí 2009
"Hufsa"
Vetur að vori og vindur öskrar.
Köld álög breiðast yfir nýútsprungnar vonir svo sumar hörfar.
Kaldar eru tær og fingur, en hjarta mitt brosir
til þín.
Bloggar | Breytt 29.7.2013 kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4. maí 2009
Vorvísa
Undir töfrum vorsins,
leikur lífið á strengi mína.
Snertir líkama og sál svo nóturnar dansa.
Það er gott að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Draumar
Sit ein og dáist að kvöldroðanum sem ég þrái að deila.
Velti fyrir mér liðnum degi og væntingum þess næsta.
Líð inn í ljúfan angan nætur og leyfi mér að dreyma.
Og er þó . . . sátt við lífið eins og það er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Ljós
Leiddu mig litla hönd, um lendur þessa lífs.
Í gegnum skarkala dagsins og háð næturinnar.
Leiddu mig í ljósinu sem umvefur þig - því þar er mér hlýtt.
Bloggar | Breytt 25.7.2009 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Fyrsti dagur sumars
Ég man hvað ég beið með eftirvæntingu eftir þessum degi sem öllu breytti. Vaknaði í sólskinskapi með bros á vör og klæddi mig eins létt og mögulegt var.
Í nýjum strigaskóm með heklað boltanet fullt af boltum fylgdist ég með snjóflygsunum falla.
Það var samt komið sumar.
Bloggar | Breytt 26.7.2009 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)