Þriðjudagur, 17. mars 2009
Gæða-kvöð
Í náttslopp undir úlpunni og með loðhúfu á höfði, leiddi ég lubbalegan kónginn eftir götunni. Augnlokin voru þung og hugurinn hvíldi enn í hlýju rúmi er þessi stuttfætti ferfætlingur kannaði hvern krók og kima.
Skvetti af sér eftir kúnstarinnar reglu hér og þar.
Húsin sváfu og vindurinn naut sín í morgunsárinu. Mildir regndropar drupu niður kinnar mínar og hresstu mig við svo ég mundi eftir nýlöguðu kaffi og fréttablaði sem beið mín á eldhúsborðinu.
Lífið væri öðruvísi án hundsins.
Elvis lifi !
Athugasemdir
Jeeb bæði hundurinn og maðurinn
Res 17.3.2009 kl. 12:53
þeir opna manni ýmsar nýjar víddir í lífinu þessir hundakrúttulingar
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 14:42
lifi elvis. hann er kóngurinn. og hvarf aldrei. var bara á akureyri.
arnar valgeirsson, 18.3.2009 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.