Hvítir hrafnar

Gráleitur himinn og snævaþakin jörð renna saman.  Hversdagsleikinn yfirgnæfir og langur vinnudagur varla líður.

Löngunin lifnar við, er hvítklæddur engill birtist og dansar við nornir og drauga í æskuljóma lífsins. 

Dansar sig inn að hjarta mínu svo draumkenndar sýnir um litríki sumarsins vakna.  Hreyfla við sofandi vitund minni og leiða mig áfram.

Mikið væri gaman að geta bara leikið sér með þér litli engill.

                                                                  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gríðarlega fallegt hjá þér.  Ég veit ekki hvort ég túlka þig rétt, en oftast vaknar í huga mínum samtímis sorg og gleði, þegar ég les "litlu gullmolana" þína.

Takk

Arnar Már 12.3.2009 kl. 17:26

2 identicon

 Hva, er ekki að koma út bók með þessu efni sem þú hefur sett á síðuna

Res 12.3.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Res. Þú ert algjör gullmoli!  Falleg ljóð hjá þér. ! Hvernig ferðu að því að vera svona jákvæð alltaf? 

Ég verð bara ástfanginn af að lesa þetta. svo mikið að maður þorir varla að kommentera....

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Bullukolla

:)

Bullukolla, 16.3.2009 kl. 00:31

5 identicon

ljós heimsins

-- ef bara sést í himinninn, þá er maður frjáls.

Veraldarálfurinn 16.3.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband