Færsluflokkur: Bloggar

Hugleiðing

Bara venjulegur dagur og ég er lifandi.

Hversu mikið ætli ég gæfi fyrir hann væri ég dauð ?

Stórkostlegt.


Nótt

Ég hlusta á andadrátt þinn og læt mig dreyma,

um endalausan dans í mánaskini.

Hrjúfur vangi og angan þín dregur mig í fang þitt,

eins og aðdráttarafl jarðar.

Hér sofna ég rótt.


Söknuður

Það er eins og biti af óþroskuðum greipaldinn sitji fastur í hálsi.

Smitast út frá honum beiskja.

Munnur verður þurr og hjartað þyngra.

Ég vil bara kyngja þessum helvítis bita.


Almyrkvi

Það er til það hugarskot er tengt er raunveruleika,

og hýsir lifandi dauða.

Þar ríkir myrkur,eftirsjá og söknuður.

Einasta björgun þaðan er vonarglæta.


Bolero

Í suðrænni sveiflu snertust þau,

rauður kjóllinn og nakinn líkaminn undir.

Þau dönsuðu í gegnum nóttina saman,

full tilhlökkunar og biðu eftir dansherranum.


Kaldhæðni

Fleiri ætti ég vinina . . .

væri ég dauð.


Hjartaáfall

Með lífið í lúkunum vaknaði ég kaldsveitt

. . . en missti það ekki.

Gott að ég var ekki i lopavettlingum þessa örlagaríku nótt.


Vanþakklæti

Einu sinni var þetta allt sem ég þráði,

og í raun svo miklu meira.

Nú er það ekki lengur nóg,

ég vil meira.


20.02.2010

Ég vildi að nóttin væri eilíf . . .

með þig hér hjá mér.


Tilhlökkun

Í kvöldroða nætur læt ég hugann reika.

Skoppa á milli himintungla og skærra stjarna.

Sæki þangað ljóðið um lífið ljúfa,

og bíð eftir þér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband